Bergheimar á lokametrunum

Bergheimar

Bygging leikskólanns Bergheima er nú á lokametrunum. Verið er að smíða allar innréttingar hjá Fagus og miðað er að verklokum í janúar 2014. Við það bætast rétt tæpir 500 fermetrar við leikskólann.

Samhliða byggingaframkvæmdum var farið í lóðarframkvæmdir og á þetta saman eftir að breyta vinnuumhverfi barna og starfsfólks til muna.