Endurbætur og viðbygging við Krakkaborg í Flóahreppi

Viðbyggingu og endurbótum á leikskólanum Krakkaborg í Flóahreppi er lokið og starfsemin komin í fullan gang aftur. M2 Teiknistofa sá um hönnun þessara breytinga.
Hafist var handa við endurbætur á Krakkaborg eftir að niðurstaða íbúakosningar um staðsetningu leikskóla hreppsins lá fyrir. Þegar framkvæmdir hófust, komu í ljós umtalsverðar rakaskemmdir á húsinu sem kölluðu á veigameiri framkvæmd. Nú er þeim umbótum lokið ásamt nýrri viðbyggingu sem hýsir stórt anddyri og tvær leikskóladeildir.
Fram kemur á vef Flóahrepps að framkvæmdin þykir hafa tekist einstaklega vel að allra mati. Sjá má frétt um opnunina á vefsíðu Flóahrepps.