Leikskólinn Bergheimar flytur í nýtt húsnæði

Bergheimar

Leikskólinn Berheimar í Þorlákshöfn hefur nú tekið í notkun ný húsakynni skólans, sem hönnuð voru af M2 Teiknistofu. Nýbyggingin er rétt tæpir 500 fermetrar og hýsir tvær nýjar deildir og veglega starfsmannaaðstöðu.

Markmið sveitarstjórnar var að byggja hagkvæmt og vandað hús sem þjónaði starfseminni sem best.

M2 Teiknistofa vann hönnun hússins í góðri samvinnu við starfsfólk sveitarfélagsins. Almenn ánægja er með bygginguna, bæði meðal sveitarstjórnarfólks og notenda hússins.

Fleiri myndir af Bergheimum má sjá hér á vefsíðunni undir verkefni.