Parhús úr samlokueiningum á Hvolsvelli

LimtreVirnet

M2 Teiknistofa hefur í samvinnu við Límtré-Vírnet ehf, lokið hönnun parhúss úr samlokueiningum. Húsið sem rísa mun á Sólbakka á Hvolsvelli á næsta ári, er nýsköpunarverkefni sem felst í notkun steinullarsamlokueininga í íbúðarhús. Kostir þessa byggingarmáta er stuttur byggingatími og framúrskarandi einangrun.