Sumarhúsið við Brúará vekur athygli

3

Hið sérstæða sumarhús sem M2 Teiknistofa hannaði í samvinnu við Tonnatak ehf við Dynjandisveg 32, er nú fullbúið og hefur vakið athygli. Sérumfjöllun var um húsið í sumarblaði tímaritsins Sumarhúsið og garðurinn. Einnig hafa birst myndir af húsinu á Pinterest og borist víða meðal áhugafólks um arkitektúr. Hér má sjá umfjöllun www.homeadore.com um húsið.

Fleiri myndir af húsinu má sjá hér á síðunni undir verkefni.